Verðbilið í gjaldeyrisútboðum minnkar

Seðlabanki Íslands gefur misvísandi skilaboð með því að vera ekki …
Seðlabanki Íslands gefur misvísandi skilaboð með því að vera ekki búinn að tilkynna hvort fleiri útboð verða. mbl.is/Ernir

Verðbilið milli gjaldeyrisútboða og gjaldeyrismarkaðarins hefur farið minnkandi á síðustu misserum en munurinn á genginu telst góður mælikvarði á þolinmæði eigenda aflandskróna gagnvart því að komast úr landi með fjármuni sína.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Í seinasta gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands, sem haldið var þann 2. september, borguðu eigendur aflandskróna sem fastar eru hér á landi 181 krónu fyrir hverja evru, sem samsvarar 17 prósent álagi á gengið á millibankamarkaði. Verðbilið milli gjaldeyrisútboða og gjaldeyrismarkaðarins hefur farið minnkandi á síðustu misserum, en þetta álag fór hæst í 54 prósent mitt ár 2012 þegar eigendur aflandskróna borguðu 245 krónur fyrir hverja evru.

Seðlabankinn hefur áður sagt að í kjölfar þess að munurinn væri kominn nógu langt niður mætti huga að næstu skrefum í átt að afléttingu haftanna, svo sem skuldabréfaskiptum eða útgönguskatti.

Ekki er búið að gefa út hvort eða hvenær næsta útboð verður og er það viss stefnubreyting, þar sem ávalt hefur verið gefið út hvenær næsta útboð verður í tengslum við það næsta á undan. Stefán Jó­hann Stef­áns­son, upp­lýs­inga­full­trúi Seðlabanka Íslands, sag­ði í samtali við mbl.is á dögunum að það þýddi hins vegar ekki endi­lega að útboðsferl­inu væri lokið. „Áður hef­ur komið fram að lík­lega verði  til­kynnt um það sér­stak­lega áður en síðasta útboð verður haldið,“ sagði hann

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK