Áætlun liggi fyrir á þessu ári

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin stefnir að því að áætlun liggi fyrir á þessu ári varðandi afnám fjármagnshaftanna og uppgjör gömlu bankanna án þess að útflæði á fjármagni skaði gengi krónunnar. Þetta er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í frétt Bloomberg í dag.

„Ég vil nota þetta ár til þess að draga upp skýrari mynd en hægt hefur verið til þessa og byrja að velja á milli valkosta í stöðunni,“ er haft eftir Bjarna. Hvernig nákvæmlega verði staðið að málum eða hvenær sé ekki endilega aðalmálið að hans mati heldur að tryggja að þau skref sem tekin verði standi vörð um stöðugleika og hagsmuni Íslands með heildstæðum hætti.

„Við erum að vinna með þær upplýsingar sem við höfum safnað saman undanfarna 18 mánuði um það hvernig staðan er í raun,“ segir Bjarni ennfremur. Sömuleiðis sé verið að framkvæma álagspróf varðandi möguleg næstu skref. Það snúi að mismunandi hliðum fjármagnshaftanna. Bæði varðandi aflandskrónurnar, stöðuna í uppgjöri gömlu bankanna og stöðu ríkissjóðs. „Þessi vinna gengur mjög vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK