Spá 0,25% stýrivaxtalækkun

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Frá síðasta fundi peningastefnunefndar hefur verðbólgan lækkað umfram væntingar og er nú talsvert undir markmiði. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði einnig lækkað og hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins var jafnframt undir væntingum. Í ljósi þessa reiknar Hagfræðideild Landsbankans með að frekara skref verði stigið í lækkun vaxta við næstu vaxtaákvörðun þann 10. desember nk. og að vextir lækkaðir um 0,25 prósentustig.

Klofningur var í nefndinni við síðustu ákvörðun og talsverð óvissa er því um ákvörðun nefndarinnar en minnihlutinn lagði áherslu á að horft lengra fram á veginn væri útlit fyrir að verðbólga færi að þokast upp aftur vegna verðbólguþrýstings frá vinnumarkaði og minni slaka í þjóðarbúskapnum.

Óvissu verið eytt

Að mati hagfræðideildarinnar eru rök bæði með óbreyttum stýrivöxtum og stýrivaxtalækkun. Þá segir að líkurnar á því að skref verði stigin til afnáms fjármagnshafta hafi aukist eftir að gengið var endanlega frá lengingu skuldabréfs milli LBI og Landsbankans. Seðlabankinn hefur bent á að mikilvægt væri að lengja í endurgreiðsluferli fjármögnunar Landsbankans í erlendri mynt. „Nú hefur því ákveðinni óvissu verið eytt, en peningastefnunefnin gæti talið rétt að bíða með lækkun vaxta þangað til næstu skref í losun hafta hafa verið ákveðin.“

Hér má lesa Hagsjá Landsbankans í heild sinni.

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK