Vindhaninn mættur á toppinn

Vindhananum var komið fyrir á Apótek hóteli í dag.
Vindhananum var komið fyrir á Apótek hóteli í dag. Pressphotos.biz

Smiðshöggið var rekið á framkvæmdir á Gamla Apótekinu í dag þegar vindhananum var komið fyrir á toppi turnsins. Húsið hefur tekið gagngerum endurbótum og gistu fyrstu gestir Apótek hótels þar síðustu nótt.

Nýja hótelið er til húsa í gamla Reykjavíkur apótekinu við Austurstræti 16. „Það eru fjögur herbergi bókuð í nótt. Við munum taka vel á móti fyrstu gestunum, með blómum og kampavíni,“ segir Ólafur Ágúst Þorgeirsson, hótelstjóri Apótek hótels og Hótel Borgar í samtali við Morgunblaðið. KEA-hótelkeðjan rekur bæði hótelin en þau verða rekin sitt í hvoru lagi og verða í samkeppni við hvort annað.

Hótelið fullt yfir jólin

Þegar Morgunblaðið hafði samband í gær voru fyrstu gestirnir væntanlegir seinna um daginn. Þeir höfðu bókað eina svítu og svokölluð delux herbergi. 45 herbergi eru á hótelinu. Hótelið er nánast alveg tilbúið en á næstu dögum verður gengið frá ýmislegu smávægilegu, t.d. verður svítan í turninum opnuð í næstu viku.

Bókanirnar fara rólega af stað á þessum fyrstu dögum desembermánaðar. Hótelið er orðið vel fullt yfir jólin og nánast fullbókað yfir áramótin. Á Hótel Borg er kominn biðlisti fyrir gistingu yfir áramótin. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir hótelgistingu hér á landi yfir áramótin.

Ánægja með lýsinguna á húsinu

„Það ríkir mikil eftirvænting fyrir hótelinu, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og öðrum. Við höfum fengið mikil og góð viðbrögð hjá fólki en það er t.d. sérlega ánægt með lýsinguna sem er utan á húsinu. Það hefur lítið verið gert fyrir húsið síðustu ár,“ segir Ólafur.

Í gær var verið að prufukeyra matseðil veitingastaðarins, Apótek restaurant. Hann verður væntanlega opnaður í dag. Fyrstu gestir hótelsins borðuðu því morgunmatinn á Hótel Borg.

„Við sjáum fram á að geta tekið á móti stærri hópum þegar Hótel Borg hefur stækkað næsta sumar,“ segir Ólafur. Tæplega 150 herbergi verða samanlagt á hótelunum tveimur.

Stöðugildin við hótelið eru 15 talsins, að frátöldum þeim á veitingastaðnum, og eru þau orðin fullmönnuð. 

Í móttöku Apótek hótels.
Í móttöku Apótek hótels. Þórður Arnar Þórðarson
Þórður Arnar Þórðarson
Rýmið er vel nýtt á hótelinu og samspil litanna er …
Rýmið er vel nýtt á hótelinu og samspil litanna er smekklegt. Þórður Arnar Þórðarson
Gamalt og nýtt mætist í allri hönnun hótelsins og eru …
Gamalt og nýtt mætist í allri hönnun hótelsins og eru herbergin búin öllum helstu nútímaþægindum. Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK