Voffaborg er gjaldþrota

Hundarnir á hundahótelinu Voffaborg, sem nú hefur verið úrskurðað gjaldþrota.
Hundarnir á hundahótelinu Voffaborg, sem nú hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Sigurgeir Sigurðsson

Félagið Hundahótelið Voffaborg ehf. var úrskurðað gjaldþrota þann 10. desember síðastliðinn en félagið hélt utan um rekstur hundaleikskólans Voffaborgar. Þar stóð hundaeigendum til boða að vista hunda sína daglangt en leikskólanum var lokað fyrir rúmum þremur árum, eða í nóvember 2011. Skólinn var sá eini sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu.

Voffaborg var opnuð árið 2004 og var til húsa í gamla dýraspítalanum í Víðidal. Í samtali við Morgunblaðið á árinu 2011 sagði Gunnar Ísdal, eigandi Voffaborgar, að þrátt fyrir mikla aðsókn stæði reksturinn ekki undir sér. Hann sagði lánin væri orðin tvöfalt hærri og greiðslubyrðin langt umfram greiðslugetu. „Þá er þetta bara búið,“ útskýrði Gunnar. „Maður er búinn að vinna að þessu dag og nótt síðustu átta ár og að þurfa að labba frá þessu er virkilega súrt,“ sagði hann á þeim tíma. 

Allt að þrjátíu hundar dvöldu á leikskólanum á hverjum degi. Flestir komu tvisvar til þrisvar í viku, aðrir allt að fimm sinnum og sumir einn og einn dag.

Ekki náðist í Gunnar við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK