Launin skattlögð meira

Dregið hefur úr atvinnuleysi en staða fólks í sumum landshlutum …
Dregið hefur úr atvinnuleysi en staða fólks í sumum landshlutum er ennþá mjög slæm. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Launagreiðslur í landinu eru nú skattlagðar meira en áður með hærra atvinnutryggingagjaldi. Frá því að gjaldið var hækkað umtalsvert eftir hrun hefur atvinnuleysi minnkað og munurinn á hlutfalli gjaldsins og atvinnuleysisprósentu er mun meiri en áður.

<span>Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðið tekjulind fyrir ríkissjóð og launagreiðslur skattlagðar meira en áður var. „Sé hugmyndafræðin sú að gjaldið eigi að fylgja kostnaði vegna atvinnuleysisbóta má sjá að svo hefur ekki verið þar sem atvinnuleysi hefur lækkað [minnkað] mun meira en nemur lækkun gjaldsins,“ segir í <a href="http://www.landsbankinn.is/Uploads/Documents/Hagsja/2015-01-06-Atvinnuleysi.pdf" target="_blank">Hagsjá</a> hagfræðideildar Landsbankans. Þá segir að aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dragi úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verði fjölgun starfa minni en ella.</span>

Beint atvinnutryggingargjald á tekjuárinu 2014 er 1,45% af launum. Almennt tryggingargjald, sem einnig er lagt á laun, er 6,04% og fer að mestu leyti til Tryggingastofnunar og Fæðingarorlofssjóðs. Tryggingargjald alls er því 7,59% á allar launagreiðslur í landinu.

Staða kvenna sums staðar slæm

Atvinnuleysi er nú áberandi mest meðal kvenna á Suðunesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Í nóvember voru 6% kvenna á Suðurnesjum og 4% kvenna á höfuðborgarsvæðinu án atvinnu. Atvinnuleysi kvenna var minnst á Vestfjörðum, 1,9% í desember.

Atvinnuleysi karla er einnig mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, 4,3% á Suðurnesjum og 3,1% á höfuðborgarsvæðinu í nóvember. Þá var atvinnuleysi karla einnig minnst á Vesturlandi, eða 1,6%. Í öllum þessum tilvikum var atvinnuleysið minna í nóvember en að meðaltali undanfarna 12 mánuði, þannig að þróunin er í rétta átt.

Atvinnuleysi hefur minnkað stöðugt síðustu misseri. Í ársbyrjun 2010 voru um 14.700 manns skráðir atvinnulausir, um 9% mannafla á vinnumarkaði. Í nóvember voru um 5.400 skráðir atvinnulausir, um 3,3%. Skráðum atvinnulausum hefur þannig fækkað um u.þ.b. 9.300 manns á þessum tíma.

Frétt mbl.is: Hellt á milli liða í fjárlögum

Frétt mbl.is: Skattur sem bítur í skottið á sér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK