Launahækkanir valda áhyggjum

Peningastefnunefndin gæti beðið niðurstöðu kjarasamninga áður en stýrivextir verða lækkaðir. …
Peningastefnunefndin gæti beðið niðurstöðu kjarasamninga áður en stýrivextir verða lækkaðir. Ljóst er að nokkurt bil er á milli samningsaðila en ljóst er að launahækkanir lækna verða á bilinu 20-30%. Ljósmynd/ Ásdís Ásgeirsdóttir

Helsti óvissuþátturinn við næstu stýrivaxtaákvörðun snýr að niðurstöðu kjarasamninga á næstu mánuðum og hvort launahækkanir verði að meðaltali verulega yfir því sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Nú liggur fyrir að launahækkanir lækna verða á bilinu 20% til 30% og einnig fá framhaldsskólakennarar 9,3% launahækkun á árinu að því gefnu að innleiðing nýs vinnumats gangi eftir. Einnig birti Starfsgreinasamband Íslands (SGS) nýverið kröfugerð vegna kjaraviðræðna framundan en kröfur SGS gera ráð fyrir allt að 50% hækkun grunnlauna.

„Það kann að valda peningastefnunefnd áhyggjum hvað verðbólguþróun varðar til lengri tíma litið og getur verið að nefndin hiki við að hrófla við vaxtastiginu áður en að niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir,“ segir í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka þar sem bent er á að nokkurt bil sé á milli samningsaðila.

Engu að síður er telur greiningardeildin að raunvaxtastig sé of hátt og að meiri líkur séu á stýrivaxtalækkun en að nefndin haldi vöxtum óbreyttum.

Stýrivextir lækki um 0,25%

Spáir nefndin því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 4. febrúar nk. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru þau að aðhald peningastefnunnar sé meira en efnahags- og verðbólguhorfur gefa tilefni til. Einnig séu efnahagshorfur á alþjóðavísu veikari nú en áður var áætlað. Nýleg hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir heiminn var í heild færð niður um 0,3 prósentustig í 3,5% fyrir árið 2015.

Frá síðasta vaxtaákvörðunar­fundi hefur ársverðbólgan staðið í stað en virkir raunstýrivextir eru enn í kringum 3,7% þrátt fyrir síðustu tvær stýrivaxtalækkanir

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK