Fallegastur en ekki eftirsóttur

Starfsmenn Seðlabankans og gestir Myntsafns Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins kusu fallegasta íslenska peningaseðilinn á safnanótt á föstudaginn. Úrslitin voru mjög jöfn en sigurvegarinn var tvö þúsund króna seðilinn, sem sækir myndefni í verk Jóhannesar Kjarvals með 32 prósent atkvæða. Í öðru sæti var nýi tíu þúsund króna seðillinn sem hlaut 31 prósent atkvæða en hann sækir myndefni í verk Jónasar Hallgrímssonar.

127.500 tvö þúsund krónu seðlar í umferð

Þrátt fyrir þetta hefur tvö þúsund króna seðillinn ekki verið mjög eftirsóttur sem greiðslumiðill og var því ákveðið fyrir nokkru að taka hann úr umferð. Virðist fegurðin því ekki fara saman við gagnsemi í þessu tilviki. Í lok síðasta mánaðar voru 127.500 tvö þúsund króna seðlar í umferð en tæplega 1,3 milljónir tíu þúsund króna seðla. Enn eru hins vegar fimm þúsund króna seðlar flestir í umferð eða 5,5 milljónir og þar á eftir koma ríflega fjórar milljónir þúsund króna seðla. 

Á vef Seðlabankans kemur fram að þegar greint er á milli gesta og starfsmanna Seðlabanka Íslands sem tóku þátt í kosningunni er niðurstaðan nánast alveg eins: Tvö þúsund króna seðillinn rétt marði sigur á tíu þúsund króna seðlinum og í báðum tilvikum lenti þúsund króna seðillinn í neðsta sæti. Aðeins munaði einu atkvæði í báðum tilvikum varðandi vinsælasta seðilinn. 

2.000 krónu seðilinn þykir fallegur.
2.000 krónu seðilinn þykir fallegur.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK