Ekki tengdur og aðsóknin hrundi

Samkvæmt nýbirtum veflista Modernus hrundi aðsókn á vefsíðu Ríkisútvarpsins í síðustu viku um 75 prósent en nýr vefur fór í loftið á þriðjudaginn síðasta.

Að sögn Ingólfs Bjarna Sigfússonar, nýmiðlastjóra RÚV, var það þó ekki nýi vefurinn sem mæltist illa fyrir, heldur var hann frá fyrir mistök ekki tengdur Modernus og töldu vefmælingarnar því ekki heimsóknirnar frá þriðjudeginum, 3. mars.

Hann segir umferð þvert á móti hafa aukist og telur að daglegum heimsóknum hafi að meðaltali fjölgað um 15 til 20 prósent. Tölurnar liggja þó ekki endanlega fyrir en verða teknar saman síðar í vikunni.

Vefurinn var hannaður af nýmiðladeild RÚV en m.a. byggður á þjónustukönnun Gallup og ábendingum notenda. Í svari við fyrirspurn Kjarnans sagði Ingólfur endanlegan kostnað við vefinn ekki liggja fyrir, en sagði hann fyrst og fremst felast í vinnu starfsmanna deildarinnar. Fjórir starfsmenn unnu að uppsetningu vefjarins í rúma átta mánuði. Auk þess voru tveir hönnuðir fengnir til viðbótar á síðari stigum sem og kerfisstjóri sem sá um uppsetningu vefþjóna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK