Dollarinn að ná methæðum

Einn dollari kostar nú 140,13 krónur.
Einn dollari kostar nú 140,13 krónur. AFP

Bandaríkjadalur kostar nú 140 íslenskar krónur og hefur gengi hans ekki verið hærra frá lok árs 2008 þegar hann rauk upp eftir fjármálahrunið og náði hæðum í 143 krónum.

Hækkunin kemur til vegna stöðu dollarans gagnvart evrunni sem hefur stórbatnað á liðnum mánuðum þar sem hagtölur frá Bandaríkjunum hafa farið fram úr væntingum en hagvísar helstu Evrópulanda valdið vonbrigðum.

Breytingin hefur áhrif á Íslandi þar sem Seðlabanki Íslands hefur haldið gengi krónunnar stöðugu gagnvart evrunni og breytingar á stöðu hennar gagnvart öðrum myntum hafa því bein áhrif á íslensku krónuna. 

Bandaríkin á uppleið

Gengi Banda­ríkja­dals hefur ekki verið hærra gagn­vart evru í tólf ár en Bandaríkin eru t.a.m. eina landið, fyrir utan Spán, með bættar hagvaxtarhorfur frá síðasta hausti miðað við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væntingar standa til að meiri kraftur færist í einkaneyslu vestra, vegna bættra hagvaxtarhorfa og lægra olíuverðs, á meðan fjárfestingar á evrusvæðinu eru í lægð sökum slakra horfa til meðallangs tíma.

Skuldabréfakaup gætu styrkt evruna

Aðspurð segir Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, frekari styrkingu dollarans gangvart krónunni fara algjörlega eftir því hvað gerist með evruna og að ekki sé ljóst hvort botninum sé náð. Hún bendir þó á að seðlabankarnir í Evrópu séu byrjaðir að kaupa skuldabréf samkvæmt áætluninni um magnbundna íhlutun og að það gæti farið að styðja við evruna.

Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger, kaupmaður í Kosti, sagði styrkingu dollarans mikið áhyggjuefni í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Hún muni að lok­um skila sér út í verðlag á Íslandi.

Frétt mbl.is: Sterkur dalur ýtir upp verði

Frétt mbl.is: Svona á að bjarga evrusvæðinu

Jón Gerald Sullenberger segir styrkingu dollarans áhyggjuefni.
Jón Gerald Sullenberger segir styrkingu dollarans áhyggjuefni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK