Sterkur dalur ýtir upp verði

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger. mbl.is/Golli

Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, segir mikla styrkingu bandaríkjadals gagnvart krónu mikið áhyggjuefni. Styrkingin muni að lokum skila sér út í verðlag á Íslandi.

„Vöruverð mun hækka. Það er augljóst. Samhliða styrkingu dalsins hefur olíuverðið hins vegar lækkað. Það kemur sér vel fyrir neytendur sem hafa þá meira fé í önnur innkaup. Hluti af ástæðunni fyrir styrkingu dollarans er að evran er veik og vextir nánast komnir niður í núll. Framundan eru vaxtahækkanir í Bandaríkjunum og þar af leiðandi leita evrópskir fjárfestar yfir hafið. Það styrkir dollarann gagnvart evrunni. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðu vextir á Íslandi átt að lækka líka,“ segir Jón Gerald í Morgunblaðinu í dag.

Bandaríkjadalur kostar nú 139,2 kr. en kostaði 126,9 kr. á gamlársdag. Hefur krónan því veikst um 9,7% gagnvart dalnum á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert