Stefndu til að forðast fyrningu

„Það var þannig að Árna Páls-lögin gerðu ráð fyrir því að kröfurnar myndu fyrnast á árinu 2014. Við reyndum allt sem við gátum til þess að rjúfa fyrningarfrestinn en það var ekkert annað í stöðunni en að stefna Lýsingu,“ segir Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá Impact lögmönnum sem á einnig gengislan.is.

Hann segist undrast ummæli fulltrúa Lýsingar frétt mbl.is í dag þar sem fullyrt er að fyr­ir­tæki sem gera út á geng­islána­mál og stefna inn þess kon­ar mál­um, geri það til þess að geta kom­ist í heim­il­is­trygg­ingu viðskipta­vina.

„Við reyndum allt sem við gátum til þess að rjúfa fyrningarfrestinn. Við sendum bréf í hverjum einasta máli en þeir voru ekki tilbúnir að lýsa því yfir að þeir myndu ekki bera sig fyrningu, enda vissu þeir að það var alveg að líða að frestinum. Margir lántakendanna sem stefndu Lýsingu voru með málskostnaðartryggingu og að sjálfsögðu sóttum við í þá tryggingu fyrir viðskiptavini okkar þegar við stefndum,“ segir Jóhannes og bætir við að stefnunum hafi fækkað eftir að Alþingi ákvað að framlengja frestinn. 

„Það var kapphlaup við tímann alveg fram að fyrningarfrestinum, þar til Alþingi ákvað að framlengja hann. Þá hættum við að stefna í bili en héldum áfram að senda þeim bréf því það var nauðsynlegt til að dráttarvextir byrji að reiknast,“ segir Jóhannes. 

Sjá frétt mbl.is: Sækjast eftir heimilistryggingunni

Jóhannes S. Ólafsson, hdl.
Jóhannes S. Ólafsson, hdl. Mynd/Impact/gengislan.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK