Kjúklingurinn að klárast á KFC

Kjúklingurinn er að klárast á KFC
Kjúklingurinn er að klárast á KFC Eggert Jóhannesson

„Við vitum að við verðum með opið fram á sunnudag og eigum kjúkling út þann tíma,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri KFC á Íslandi. „Kjúklingabitarnir klárast um helgina ef ekkert breytist,“ segir hún. 

Lítið er til af ferskum kjúklingi á landinu öllu og hratt gengur á birgðir af frosnum afurðum. Slátrun hefur nú legið niðri í rúmar tvær vikur, eða frá 20. apríl, þegar verkfall fé­lags­manna BHM í Dýra­lækna­fé­lagi Íslands hófst.

Allir að grafa í frystinum

„Þetta er óviðunandi. Við erum með átta veitingastaði og frekar einhæf þar sem við notum bara kjúklingakjöt. Við þurfum jafnvel að fara að loka ef ekkert leysist,“ segir Kristín. „Svo helst þetta allt í hendur. Verkfall skellur kannski á hjá Eflingu í lok mánaðarins og jafnvel þótt við viljum að samningar náist þar, verður það til einskis, þar sem við verðum hvort eð er kjötlaus.“

„Í næstu viku eigum við væntanlega borgara og lundir en bitarnir eru verstir. Þeir eru að verða búnir. Það er hins vegar erfitt að vita nákvæmlega hvernig fer. Allir sem selja kjúkling eru nú að fara ofan í frystinn og tæma. Maður veit því ekki alveg hvað er til,“ segir Kristín.

Útibú KFC á Selfossi er lokað í dag og á morgun vegna verkfallsaðgerða SGS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK