Aðkoma ríkisins bundin skorðum

Aðkoma ríkisins að kjaraviðræðum er bundin ákveðnum skorðum.
Aðkoma ríkisins að kjaraviðræðum er bundin ákveðnum skorðum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Undanfarna daga hefur verið nokkur umræða um aðkomu ríkisins að kjarasamningum en hún er hins vegar bundin ákveðnum skorðum. Til greina hefur komið að hækka persónuafslátt og að fækka þrepum í tekjuskattinum úr þremur í tvö.

Í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka er bent á að við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í morgun hefði komið fram að aðgerðir sem hefðu neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs gætu haft verðbólguhvetjandi áhrif. Ef einungis kæmi til skattalækkana eða útgjaldaaukningar ríkissjóðs en ekki yrði gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á afkomu ríkissjóðs þá gæti það ýtt undir verðbólgu til lengri tíma litið.

Snúið að koma með útspil á skömmum tíma

„Aðkoma ríkisins að kjarasamningum er því bundin ákveðnum skorðum að því leyti til að gæta þarf þess að áhrif á afkomu ríkissjóðs verði ekki veruleg og þar með verðbólguhvetjandi.“ segir í markaðspunktum. „Það gæti því reynst stjórnvöldum snúið að koma með útspil á skömmum tíma sem bæði liðkar fyrir kjaraviðræðum en tryggir á sama tíma aðhald í ríkisfjármálum.“

Pen­inga­stefnu­nefnd hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um í 4,5%, en í ákvörðun nefnd­ar­inn­ar seg­ir að lík­lega þurfi að hækka vexti á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar í júní.

Þungur tónn var í nefndarmönnum um horfurnar framundan og beindust áhyggjur þeirra einna helst að áhrifum mikilla launahækkana á vinnumarkaðinn. Líkur eru á að auknum launakostnaði verði ekki einungis ýtt út í verðlag heldur getur það einnig bitnað á atvinnustiginu.

Frétt mbl.is: „Hvaða hagsmuni er verið að verja?“

Frétt mbl.is: Vaxta­hækk­un vænt­an­leg í júní

Pen­inga­mál Seðlabank­ans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK