Hagnaður stóru bankanna þriggja jókst um 72%

Afkoma stóru viðskiptabankanna þriggja var góð á fyrsta ársfjórðungi.
Afkoma stóru viðskiptabankanna þriggja var góð á fyrsta ársfjórðungi. Samsett mynd/Eggert

Samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á fyrsta fjórðungi ársins jókst um 72% á milli ára. Alls nam hann 26,7 milljörðum króna borið saman við 15,5 milljarða króna á sama tíma í fyrra.

Þó ber að halda því til haga að hagnaður Arion banka, sem nam 14,9 milljörðum króna, einkenndist mjög af einskiptisliðum. Hagnaður bankans af reglulegri starfsemi nam fjórum milljörðum króna á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 1,7 milljarða á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður Íslandsbanka af reglulegri starfsemi var sá sami nú og fyrir ári, 4,4 milljarðar. Heildarhagnaður bankans dróst saman um tæpa þrjá milljarða, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu bankanna í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK