Fyrsti Dunkin' Donuts á Laugavegi 3

Fyrsti Dunkin´Donuts verður að Laugavegi 3.
Fyrsti Dunkin´Donuts verður að Laugavegi 3. www.dunkindonuts.com

Fyrsti Dunk­in´ Donuts kleinuhringjastaðurinn verður opnaður á Laugavegi 3, í gamla húsnæði veitingastaðarins Buddha Cafe. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, staðfestir þetta í samtali við mbl en hann vonast til þess að hægt verði að opna staðinn í lok júlí eða byrjun ágúst.

Gengið var frá leigusamningi í gær. Árni Pétur segir að húsnæðið sé í góðu ásigkomulagi en þó stendur til að fara í einhverjar framkvæmdir. 

Húsnæðið er nokkuð stórt og Árni Pétur segir að það muni fara vel um viðskiptavini.

Líkt og mbl hefur áður greint frá skrifaði Dunk­in´ Donuts fyrr á árinu undir sér­leyf­is­samn­ing við ís­lenska fyr­ir­tækið Dranga­sker ehf., dótt­ur­fé­lag 10-11, um að hefja und­ir­bún­ing að opn­un Dunk­in´ Donuts veit­ingastaða á Íslandi.

Sextán staðir í kortunum

Samn­ing­ur­inn gerir ráð fyr­ir opn­un 16 Dunk­in´ Donuts veit­ingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flest­ir þeirra verða á höfuðborg­ar­svæðinu.  

Dunk­in' Donuts var stofnað árið 1950. Fyr­ir­tækið er leiðandi á markaði í heit­um og köld­um kaffi­drykkj­um, kleinu­hringj­um, beygl­um og möff­ins og hef­ur níu ár í röð náð fyrsta sæti í flokki kaffifyr­ir­tækja hjá Brand Keys þegar kem­ur að holl­ustu við viðskipta­vini sína.

Veit­ingastaðir Dunk­in´ Donuts eru í dag 11.300 tals­ins í 36 lönd­um víða um heim. Höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Cant­on, Massachusetts og er Dunk­in' Donuts hluti af Dunk­in' Brands Group, Inc. (Nas­daq: DNKN).

Hætta eftir þriggja ára rekstur

Veitingastaðurinn Buddha Café hefur verið rekinn að Laugavegi 3 í þrjú ár ákveðið að selja rekstur sinn og leigja út húsnæði veitingastaðarins. Eigendur Buddha Café hafa þá sinnt veitingarekstri í miðbæ Reykjavíkur töluverðan tíma, en þeir ráku vinsælan veitingastað á Laugarveginum undir nafninu Indókína í 21 ár áður en þeir opnuðu Buddha Café.

„Eftir að hafa sinnt veitingarekstri í hátt í aldarfjórðung gefum við nú Árna Pétri Jónssyni, sem rekur 10-11 og Iceland keðjurnar, tækifæri á því að koma með nýungar inn í fjölbreytta flóru veitingahúsa í Reykjavík,“ er haft eftir Hákoni Arasyni, einum eiganda Buddha Café, í tilkynningu frá fyrirtækinu, en hann þakkar viðskiptavinum staðarins og starfsfólki fyrir vinskap og tryggð á undanförnum árum.

Séð út um gluggan á Buddha Café.
Séð út um gluggan á Buddha Café. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK