Súpubíllinn fékk stæði við Seðlabankann

Súpubíllinn Farmers Soup fékk stæði við Seðlabankann, á móti Hörpu.
Súpubíllinn Farmers Soup fékk stæði við Seðlabankann, á móti Hörpu. mbl.is/Eggert

Súpubíllinn Farmers Soup fékk loks stæði við Seðlabankann, á móti Hörpu, eftir að málinu hafði verið kastað á milli í borginni um nokkurn tíma.

Jónína Gunnarsdóttir, eigandi bílsins, segist mjög ánægð með niðurstöðuna. Hún bendir á að margir ferðamenn leggi leið sína þar framhjá á leið í Hörpu.

Hún opnaði bílinn aftur fyrir gesti og gangandi í fyrradag og segir undirtektirnar hafa verið góðar.

Þá hefur hún slegið um sig og býður nú einnig upp á fiskisúpu auk kjötsúpunnar. 

Átti ekki að fá stæði

Líkt og fram hefur komið var Súpubíllinn á Skólavörðuholti síðasta sumar. Þegar hún ætlaði að sækja aft­ur um stæði fyr­ir sum­arið var henni hins veg­ar tjáð að bíl­inn mætti ekki vera þar. Staður­inn væri nú ein­ung­is ætlaður vögn­um. Jónína sá fram á að þurfa að selja bílinn eftir að hafa varið miklum fjármunum í að standsetja hann fyrir sumarið.

„Ég er bara kona sem er að reyna að gera eitt­hvað skemmti­legt,“ sagði Jón­ína í sam­tali við mbl.is, þegar hún sá fram ekki fram á að geta verið með vagninn. Þá sagði hún að síðasta sum­ar hefði verið sér­stak­lega skemmti­legt. Mikið hafi verið um Íslend­inga, sér­stak­lega ein­stæðinga sem komu og tóku mat­inn með sér heim og þá hafi súp­an vakið mikla lukku hjá ferðamönn­um.

Höfðu samband eftir umfjöllun

Ákveðin stæði í borginni eru frátekin fyrir götusölu og er fólki heimilt að sækja um þau. Stæðið sem Jónína fékk var hins vegar ekki á meðal þeirra en hún segir að borgarstarfsmenn hefðu haft samband við hana eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum.

Metfjöldi sótti um að vera með sölu­vagn eða sölu­bíl í miðborg Reykja­vík­ur í sum­ar. Flest­ir sem voru með slíka starf­semi í fyrra end­ur­nýjuðu leyfi sín og fjór­ir nýir sóttu um. 

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK