Hard Rock vill enn til Íslands

Ísland hefur í nokkra mánuði verið sveipað appelsínugulum lit á heimasíðu Hard Rock Café. Liturinn þýðir að keðjan sé með virkum hætti leita eftir einhverjum til þess að sjá um rekstur veitingahússins hér á landi. Appelsínugul lönd eru efst á lista Hard Rock en ekkert annað Norðurlandanna er í sama lit.

Þegar smellt er á Ísland má sjá að Hard Rock vill opna stað í Reykjavík en áhugasamir geta sótt um á heimasíðunni.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur Hard Rock sett sig í sam­band við aðila á Íslandi sem ekki hafa tekið boðinu. Hard Rock Café var rekið í Kringl­unni frá ár­inu 1987 en það var veit­ingamaður­inn Tóm­as Tóm­as­son sem opnaði staðinn á sín­um tíma. Tómas hefur þó sagt í samtali við mbl að Hard Rock hafi ekki leitað til hans.

Gaum­ur hf, eign­ar­halds­fé­lag Bón­us-feðga, keypti Hard Rock á árið 1999 og átti staðinn þar til hon­um var lokað hinn 31. maí 2005.

Í dag eru 145 Hard Rock veit­ingastaðir í 59 lönd­um auk 21 hót­els og tíu spila­víta.

Ísland er appelsínugult hjá Hard Rock.
Ísland er appelsínugult hjá Hard Rock. Mynd af heimasíðu Hard Rock
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK