Gengi Icelandair ekki hærra í 7 ár

Hekla Aurora, norðurljósavél Icelandair í útsýnisflugi yfir Reykjavík.
Hekla Aurora, norðurljósavél Icelandair í útsýnisflugi yfir Reykjavík.

Hlutabréf Icelandair hækkuðu í dag í kjölfar þess að félagið uppfærði afkomuspána og greindi frá auknum hagnaði milli ára.

Í dag voru mestu viðskiptin með bréf Icelandair sem hækkuðu um 2,17 prósent. Heildarveltan með bréf félagsins nam 295,3 milljónum króna við lokun markaða klukkan fjögur í dag. Viðskiptin voru 28 í heildina.

Gengi bréfa Icelandair er nú í hæstu hæðum, eða 25,85 krónur á hlut. Gengið hefur ekki verið hærra síðan í febrúar 2008, eða í rúm sjö ár.

Í afkomutilkynningu sem Icelandair Group sendi frá sér í gærkvöldi kom fram að lækkun eldsneytis­verðs á milli ára hefði m.a. haft já­kvæð áhrif á af­komu félagsins á öðrum árs­fjórðungi þar sem hagnaður fé­lags­ins fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta (EBITDA) jókst um fimm millj­ón­ir doll­ara, eða sem jafn­gild­ir um 670 millj­ón­um ís­lenskra króna, milli ára. 

EBITDA á öðrum árs­fjórðungi nam alls 50,3 millj­ón­um doll­ara, eða sem jafn­gild­ir um 6,7 millj­örðum ís­lenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK