Starfsfólk Dunkin' í þjálfunarbúðum

Það styttist óðum í opnun Dunkin' Donuts.
Það styttist óðum í opnun Dunkin' Donuts.

Búið er að ráða um tuttugu manns í vinnu á Dunkin' Donuts á Íslandi auk þess fleiri hafa verið færðir til innan 10-11 en Dunkin er rekið í dótturfélagi fyrirtækisins. Sex þjálfunarstjórar frá Dunkin hafa verið á landinu til þess að fara yfir málin með starfsfólkinu og aðrir hafa verið sendir út í þjálfun og fengið að prófa að vinna á Dunkin' Donuts.

Þetta segir Árni Pét­ur Jóns­son, for­stjóri 10-11 og Ice­land. Hann segir að allt sé að verða tilbúið og tilkynnt verður um opnunina á næstu dögum. Árni segir einhverja starfsmenn hafa farið til Dunkin í Bretlandi og aðra til Stokkhólms auk þess sem hann varði sjálfur fimm dögum í höfuðstöðvunum í Boston.

„Þau hafa verið að undirbúa sig og læra að gera samlokur og kaffi. Það er mikil listgrein að búa til gott kaffi. Þetta þarf allt að uppfylla ströngustu skilyrði Dunkin,“ segir Árni og bætir við að ekki hafi verið hægt að opna fyrr en öllum þessum stigum væri lokið.

Nú er komið grænt ljós frá Dunkin og Árni segist einungis bíða eftir lokaúttektum á húsnæði, bæði fyrir eldhúsið í Klettagörðum og kaffihúsið á Laugaveginum. Þá verður hægt að opna.

Stór á mælikvarða Dunkin

Í fyrra samtali við mbl sagði Árni að staðirnir yrðu líklega þrír fyrir árslok en líkt og áður hefur komið fram er alls stefnt að því að opna sextán staði.

Ann­ar þeirra staða sem verður opnaður á þessu ári verður vænt­an­lega tengd­ur 10-11 versl­un, en hinn verður frístand­andi eins og staður­inn á Lauga­vegi.

Enn er verið að leita að húsnæði fyrir næsta kaffihús en að sögn Árna verður það einnig í Reykjavík. Þá telur hann að staðurinn á Laugaveginum verði sá stærsti á landinu með sætum fyrir rúmlega fimmtíu manns. Slík stærð þyki meira að segja stór á mælikvarða Dunkin' Donuts.

16 Dunkin´ Donuts verða opnaðir víða um land á næstu …
16 Dunkin´ Donuts verða opnaðir víða um land á næstu fimm árum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK