Hótel rís á Landssímareitnum

Fyrirhugað er að hótel verði byggt í fyrrum höfuðstöðvum Landssímans …
Fyrirhugað er að hótel verði byggt í fyrrum höfuðstöðvum Landssímans við Austurvöll. mbl.is/Rósa Braga

Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, og Lindarvatn ehf. skrifuðu í dag undir leigusamning til 25 ára um rekstur hágæðahótels í fyrrum höfuðstöðvum Landssímans við Austurvöll.  

Nýja hótelið, sem enn hefur ekki hlotið nafn, verður 160 herbergja en ekki er enn ákveðið undir hvaða vörumerki rekstur hótelsins mun falla. Áætlað er að hótelið hefji rekstur sumarið 2017, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Í tilkynningunni segir að Icelandair Hotels standi í framkvæmdum víðar í Reykjavík, en það sé markviss stefna félagsins að auka framboð hágæða gistirýmis í borginni. Slíkt sé meðal annars nauðsynlegt til þess að borgin geti markaðssett sig sem ráðstefnuborg.

Samhliða undirritun leigusamingsins gekk Icelandair Group frá kaupum á 50% eignarhlut í Lindarvatni sem á fasteignina sem hótelið verður í auk annarra eigna á reitnum. Samtals eru eignirnar um fimmtán þúsund fermetrar en gert er ráð fyrir að hótelið verði um ellefu þúsund fermetrar.

Frétt mbl.is: Hótel mun rísa á Landssímareit

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK