McDonalds grínast með samfélagsmiðla

Auglýsingarnar snúa að samfélagsmiðlum.
Auglýsingarnar snúa að samfélagsmiðlum. Skjáskot af Youtube

McDonald's hóf í gær að bjóða upp á morgunmat allan daginn og hleypti af stokkunum nýrri auglýsingaherferð í tilefni þess. Þar er góðlátlega gert grín af samskiptum manna á samfélagsmiðlum.

Skyndibitastaðurinn hefur gengið í gegn­um erfiða tíma upp á síðkastið og virðist nú reynt af öll­um krafti að bjarga vörumerk­inu. McFa­talína, hollari lausnir og morgunmatur allan sólarhringinn er meðal þess sem horft er til.

Í grein Fortune er bent á að nýjasta útspilið gæti reynst fyrirtækinu vel þar sem McDonalds er gríðarlega sterkt í morgunverðarbransanum og með um 18 prósent markaðshlutdeild. Starbucks situr þar í öðru sæti, en þó langt á eftir McDonalds, með 10 prósenta hlut.

Í samtali við Fortune segir ráðgjafi, sem áður var markaðsstjóri fyrirtækisins, að þetta sé það fyrsta sem fyrirtækið hafi gert í langan tíma sem sé miðað að núverandi kúnnahóp. Hann segir fyrirtækið hafa gerst sekt um að „verða ástfangið að kúnnanum sem þeir eiga ekki en taka þeim sem þeir eiga sem sjálfsögðum hlut“.

Hins vegar hafa aðrir bent á að árangurinn gæti orðið skammvinnur þar sem þetta sé eitthvað sem forvitnir munu prófa en ólíklega leggja í vana að gera.

Hér að neðan má sjá auglýsingar McDonalds:




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK