Mál Seðlabankans tekið föstum tökum

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Ómar Óskarsson

Umboðsmaður Alþingis fór yfir erindi sitt um Seðlabanka Íslands á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segir að málið verði tvímælalaust tekið föstum tökum en nefndin mun gefa sér góðan tíma til yfirferðar.

Aðspurður um tímaramma bendir Ögmundur á að umboðsmaður hafi gefið stjórnsýslunni frest fram í apríl til þess að bregðast við en einhverra viðbragða frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd má vænta innan fárra vikna. 

Þá segir hann eðlilegt að nefndin aðhafist lítið þar til fulltrúar Seðlabankans og Stjórnarráðsins hafi farið yfir erindið. „Ég geri ráð fyrir að við munum halda þessi máli gangandi og vakandi þar til niðurstaða hefur fengist,“ segir Ögmundur í samtali við mbl.

Ótvíræður lagagrundvöllur ekki til staðar

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is, sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, bankaráði Seðlabanka Íslands, seðlabanka­stjóra og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is bréf hinn 2. október sl. þar sem gerð var grein fyrir at­hug­un sem hann hefur unnið að á síðustu árum vegna atriða tengd­um at­hug­un­um og rann­sókn­um Seðlabanka Íslands vegna gruns um brot á regl­um um gjald­eyr­is­höft.

Í bréf­inu var einnig fjallað um laga­grund­völl fyr­ir flutn­ingi verk­efna á sviði um­sýslu og sölu eigna sem Seðlabank­inn hef­ur farið með frá ár­inu 2008 vegna fyr­ir­greiðslu við fjár­mála­fyr­ir­tæki og falls þeirra.

Umboðsmaður seg­ir að ótví­ræður laga­grund­völl­ur hafi ekki verið til staðar þegar verk­efni Seðlabanka Íslands á sviði um­sýslu og fyr­ir­svara til­tek­inna krafna og annarra eigna bank­ans voru færð til einka­hlut­fé­lags í eigu bank­ans (Eigna­safn SÍ) í lok árs 2009.

Bréfið má lesa hér.

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK