Barátta um starfsfólkið

Isavia og 25 aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli ætla að fjölga …
Isavia og 25 aðrir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli ætla að fjölga starfsfólki

Störfum á Keflavíkurflugvelli og hjá skyldri starfsemi gæti fjölgað um á annað þúsund á næsta ári ef áætlanir um sex milljónir farþega ganga eftir.

Samkvæmt samantekt Isavia mun störfum hjá félaginu og 25 öðrum rekstraraðilum á vellinum fjölga um ríflega 430 á næsta ári. Sú tala er mjög varlega áætluð. Til dæmis áætlar félagið IGS, sem annast m.a. flugvallaþjónustu, að starfsmenn þess geti orðið allt að 900 næsta sumar, eða 50 fleiri en Isavia áætlar.

Til viðbótar hyggjast Icelandair og Wow Air bæta við 400-450 starfsmönnum á næsta ári. Þá munu ýmis þjónustufyrirtæki þurfa fleira fólk, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK