S&P: Íslandsbanki seldur innan 2 ára

Íslandsbanki að Kirkjusandi
Íslandsbanki að Kirkjusandi mbl.is/Ómar

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfismatseinkun Íslandsbanka, BBB-/A-3, með stöðugum horfum eftir að tilkynnt var um breytingar á tillögu hóps kröfuhafa Glitnis um stöðuleikaframlag.

Líkt og fram hefur komið eru helstu breytingar frá áður tilkynntum tillögum kröfuhafa Glitnis til ríkisins að Glitnir mun afsala öllu hlutafé ISB holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda.

Þessar breytingar fela í sér að Íslandsbanki mun ekki greiða sérstakar arðgreiðslur til Glitnis eins og áður var gert ráð fyrir.

Í tilkynningu S&P segir að þessi nýi samningur, þ.e. að færa bankann í eigu ríkisins og að Íslandsbanki greiði ekki út arð, sé einfaldari en fyrri samningur og mun auðvelda eigendum Glitnis að losa fjármagn frá Íslandi fyrir árslok.

S&P segir einnig að þeir geri ekki ráð fyrir að Íslandsbanki sé langtíma fjárfesting fyrir ríkið og telur að bankinn verði settur í söluferli innan tveggja ára.

Einnig telja þeir líklegt að eiginfjárhlutföll verði lækkuð fyrir söluferlið og spá að RAC (Risk Adjusted Capital) hlutfallið verði 12%-13% fyrir lok árs 2017 sem er lækkun frá miðju ári 2015 en þá var RAC hlutfallið 17.3%.

Stöðugar horfur S&P endurspegla forsendur þeirra um að bæði eiginfjárstaða og lausafjárstaða  bankans verði áfram sterk eftir væntanlegt útflæði innlána í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta á næstu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK