Glapræði að fara með stóran hlut til lengdar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að rétt sé að flýta sér hægt við sölu á bönkunum með hliðsjón af því hvað markaðurinn ræður við en að það þurfi að liggja skýrt fyrir að ríkið ætli ekki að halda á stórum eignarhlut til frambúðar í tveimur bönkum.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Bjarna í ViðskiptaMogganum í dag. Bjarni segir að ástæða geti verið til þess að minnka efnahag bankanna áður en þeir verði  seldir og breyta fjármagnsskipan. 

„Í mínum huga er það skýrt að ríkið verður að selja sig niður aftur. Það væri glapræði að ætla ríkinu að fara með þetta stóra eignarhluti í íslenska fjármálakerfinu til lengdar,“ segir Bjarni.

Hann bendir á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus. „Ef við lítum svo á, að það hafi verið gæfuspor að ríkisvæða ekki einkaskuldirnar, þá eigum við ekki að líta svo á að það sé styrkur fyrir ríkið að halda á öllum skuldunum og þar með allri áhættunni.“

Hann segir að byggja eigi á því að ríkið verði leiðandi í Landsbankanum með 35-40% hlut en að öðru leyti verði sá banki seldur um síðir. Það sé hins vegar ekki stefnan að halda á hlut til Íslandsbanka til lengri tíma.

Rætt hefur verið um áhuga erlendra fjárfesta á Íslandsbanka en Bjarni segir það ekki sjálfstætt markmið að koma bönkunum úr landi í hendur erlendra eigenda. „En það yrði heilbrigðis- og styrkleikamerki ef erlendir eigendur kæmu að minnsta kosti að hluta bankakerfisins.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK