Stefnir í 14 milljarða halla

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Þórður Arnar

Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins lýsir furðu sinni yfir hversu illa tíminn hefur verið nýttur af hálfu meirihlutans til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til að koma rekstri Reykjavíkurborgar í lag.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins sendi, en mbl.is greindi frá því fyrr í dag að rekstrarniðurstaða borgarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins var um 8,7 milljörðum króna lakari en gert var ráð fyrir.

Þetta staðfestir, að sögn sjálfstæðismanna í borginni, enn og aftur í hversu miklum vandræðum meirihlutinn er með rekstur Reykjavíkurborgar.

„Rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 8,5 milljarða kr. fyrstu 9 mánuðina og stefnir í 14 milljarða halla allt árið 2015. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu. Þessi mikli hallarekstur þýðir skuldaaukningu sem nemur um 30% síðustu tvö árin hjá A hluta. Þannig er rekstrarvanda dagsins í dag velt yfir til næstu kynslóðar,“ segir í tilkynningu.

Fyrri frétt mbl.is:

Borgin fer 8,7 milljarða umfram áætlun

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK