Huffington Post rekur Trump

„Þú ert rekinn
„Þú ert rekinn" sagði Huffington Post að hætti Donalds Trump. Trump hefur verið á flakki á síðum HuffPost. Fyrst var hann rekinn úr pólitíkinni og nú hefur hann verið rekinn úr dægurmálum.

Bandaríski fjölmiðillinn Huffington Post hefur ákveðið að Donald Trump sé ekkert skemmtiefni. Héðan í frá verður ekki fjallað um forsetaframboð hans á síðum dægurmála hjá HuffPost. Kornið sem fyllti mælinn voru nýleg ummæli Trumps um múslima.

Stuttu eftir að Trump tilkynnti framboð sitt ákvað Huffington Post að fjalla einungis um framboðið á síðum dægurmála. Þetta var rökstutt með því að framboðið væri ekkert annað en hliðarsýning og ætti ekki blanda því saman við raunverulegar áherslur alvöru pólitíkusa.

Ariana Huffington, ritstjóri fjölmiðilsins, birti hins vegar á mánudag leiðara undir yfirskriftinni: „Okkur er ekki lengur skemmt“ (e. We are no longer entertained). Hún sagði grimmileg ummæli Trumps hafa breytt framboðinu í afl sem væri hættulegt bandarískri pólitík.

Líkt og fram hefur komið hefur Trump lagt til að múslímum verði bannað að koma til Bandaríkjanna þar til yfirvöld hafa komist að niðurstöðu um núverandi ástand.

Ariana Huffington skrifar í leiðara sínum að fjölmiðillinn muni samt halda áfram að fjalla um Trump og sagðist hvorki ætla að draga neitt undan né hika við að láta vita þegar ummæli eru rasistaleg eða bera vott kvenfyrirlitningar. 

Nýlega greindi Politico frá því að Huffington Post hefði verið að flokka nokkrar greinar sem fengu mikla umferð, og voru m.a. krúttleg myndbönd af hvolpum, sem fréttir um stjórnmál. Umferðin um stjórnmálasíðurnar virtist þannig meiri. Síðan hefur Huffington Post fært nokkur myndbönd yfir í flokkinn „Góðar fréttir“. Er því einnig talið líklegt að breytingin sé liður í því að auka umferðina á stjórnmálasíðunni.

Mbl.is: Trump: Enga múslíma til Bandaríkjanna

Grein Ariönnu Huffington

Grein Politico.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK