Segir rekstrarhagnað 365 nálægt milljarði

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. mbl.is/Golli

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 og starfandi fjármálastjóri, sagði á starfsmannafundi fyrirtækisins í gær að rekstrarhagnaður samsteypunnar hefði verið nálægt einum milljarði króna á árinu 2015.

Var þá átt við rekstrarhagnað fyrir fjármagnskostnað, afskriftir og skatta, samkvæmt óendurskoðunum rekstrarreikningi fyrirtækisins. 

Þetta kemur fram í frétt Kjarnans þar sem jafnframt er haft eftir Sævari að fyrirtækið sé í sóknarhug og að frekari uppsagnir séu ekki á döfinni.

Þetta er talsvert betri árangur en í fyrra, en þá rekstrarhagnaður félagsins 644 milljónir króna, en þegar tekið hafði verið mið af afskriftum og fjármagnsliðum var tap félagsins 1,3 milljarðar.Tapið hefði orðið meira ef ekki hefði verið fyrir uppsafnað skattalegt tap sem myndaðist í kjölfar sameiningarinnar við Tal.

Stærsta hluta tapsins mátti aftur á móti rekja til kostnaðar við sameininguna og sérstakra afskrifta.

365 auglýsti eftir nýjum fjármálastjóra um helgina þar sem Guðmunda Ósk Kristjáns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs samsteypunnar, hef­ur látið af störf­um eftir fimm mánaða starf.

Frétt mbl.is: 365 tapaði 1,3 milljörðum á síðasta ári

Frétt mbl.is: Hættir hjá 365 eftir fimm mánuði í starfi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK