N1 ekki til við olíusamráðið

mbl.is/Þórður Arnar

„N1 hefur afdráttarlausa stefnu í samkeppnismálum, sem og öðrum málum, um að starfsemi þess skuli ávallt markaður skýr rammi inna vébanda laga og reglna,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinnar.

„Í dag féll dómur í Hæstarétti Íslands í olíusamráðsmálinu svokallaða sem hófst með húsrannsókn samkeppnisyfirvalda í lok árs 2001. N1 vill taka fram að félagið er ekki aðili að samráðsmálinu, enda tók það til starfa í ársbyrjun 2007,“ segir í tilkynningu frá N1.

Hæstirétt­ur sýknaði í gær Sam­keppnis­eft­ir­litið og ís­lenska ríkið af kröf­um Olíu­versl­un­ar Íslands, Skelj­ungs og Olíufélagið (nú Ker) sem fóru fram á ógild­ingu áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála, sem úr­sk­urðaði að fé­lög­in hefðu haft með sér ólög­mætt verðsam­ráð með olíu­vör­ur hér á landi.

Hef­ur úr­sk­urður þar með verið end­an­lega staðfest­ur.

Er fé­lög­un­um gert að greiða sam­tals 1,5 millj­arð króna í sekt.

Frétt mbl.is: Staðfestir úrskurð um verðsamráð

N1 á rætur að rekja til Hins íslenska steinolíufélags, sem var stofnað árið 1913. Forveri N1, Olíufélagið hf., var stofnað þrjátíu og þremur árum síðar, árið 1946, og tók þá yfir rekstur Hins íslenska steinolíufélags.  

Eigendur Bílanausts keyptu Olíufélagið árið 2006 og ári síðar sameinuðu þeir bæði félögin og nokkur hjólbarðaverkstæði undir merkjum N1. Um áramótin 2012/2013 varð Bílanaust sjálfstætt fyrirtæki.

Fákeppni kostar milljarða

Í lok síðasta árs kom út markaðsrann­sókn­ frá Sam­keppnis­eft­ir­litinu um olíumarkaðinn.

Í niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar sagði að sam­keppni væri veru­lega skert á mik­il­væg­um hluta markaðar­ins og að þörf væri á aðgerðum til að bæta hag al­menn­ings.

Talið er að neyt­end­ur hafi greitt 4 til 4,5 millj­örðum króna of mikið fyr­ir bif­reiðaeldsneyti í smá­sölu árið 2014.

Frétt mbl.is: Fákeppni kostar neytendur milljarða

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK