Tryggi að krónan styrkist ekki meira

Grímur Sæmundsen
Grímur Sæmundsen Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Styrking krónunnar er mesta ógnin við samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu til skamms tíma. Þetta sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í ræðu sinni á Ferðaþjónustudeginum í dag. 

Sagði hann yfirvofandi styrkingu íslensku krónunnar við afnám gjaldeyrishafta vera ógn en „geysimikið innflæði gjaldeyris vegna uppgangs ferðaþjónustunnar“ hafi gerbreytt forsendum um afnám haftanna.

Hvatti hann stjórnvöld til að standa vaktina í þessum efnum og „tryggja með nauðsynlegum mótvægisaðgerðum, að krónan styrkist ekki frekar en nú er staðreynd.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK