Óvinsæll forstjóri til WOW

Ben Baldanza er kominn í stjórn flugfélagsins
Ben Baldanza er kominn í stjórn flugfélagsins mbl.is/Golli

Ferðasíðan Smart Travel bendir WOW air á að fara varlega í að hlusta á ráðgjöf nýja stjórnarmanns félagsins, Ben Baldanza, sem er fyrrum forstjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit. „Það er þunn lína á milli WOW og UGH,“ segir í frétt Smart Travel. 

Frétt mbl.is: Bandaríkjamaður í stjórn WOW air

Baldanza lét af störfum hjá Spirit í upphafi ársins eftir að hafa leitt fyrirtækið í gegnum mikinn vöxt á síðustu tíu árum. Spirit er í dag hreinræktað lággjaldaflugfélag og byggist vöxtur þess á síðustu árum á ódýrum grunnfargjöldum sem komið var á undir stjórn Baldanza.

Baldanza er talinn hafa leitt þróun síðustu ára í átt að meiri aukakostnaði við ferðalög. Hjá Spirit er allt sundurliðað og sérgreint frá grunnfargjaldinu; farangur, útprentað brottfaraspjald, matur og drykkur um borð, sérvalið sæti og hópbókanir. Þá eru ýmis önnur þægindi ekki í boði og má þar t.d. nefna að ekki er hægt að halla sætum vélarinnar aftur.

Þrátt fyrir að hægt sé að bóka ódýr sæti með félaginu hefur þetta ásamt öðru skapað félaginu slæmt orðspor meðal farþega og var t.d. lang mest kvartað undan Spirit á síðasta ári. Baldanza hefur verið andlit félagsins á síðustu árum og verið duglegur við að koma fram og verja félagið. Er hann því þekktur og vöktu starfslok hans mikla athygli.

Í frétt Smart Travel er bent á að flugrekstrarmódel WOW sé samskonar og hjá Spirit. Hins vegar hafi WOW komist ágætlega frá þessari þróun og hingað til sloppið við slæmt umtal, ólíkt Spirit. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK