Íslendingar einoka völlinn á Tenerife

Íslenskar þotur eru áberandi á Tenerife.
Íslenskar þotur eru áberandi á Tenerife. mynd/Sighvatur Óttarr Elefsen

Straumur Íslendinga til Tenerife er þungur um þessar mundir og lýsir meðfylgjandi mynd frá vellinum á eyjunni sólríku ástandinu ágætlega. Þar sjást einungis íslenskar vélar. Á áttatíu mínútna kafla á þriðjudögum er 550 Íslendingum ferjað til Tenerife frá Keflavík í þremur stórum farþegaþotum.

Klukkan korter í níu á þriðjudagsmorgnum tekur farþegaþota Primera Air á loft frá Keflavíkurflugvelli og setur stefnuna á Tenerife. Þremur korterum síðar fer vél Icelandair sömu leið og fimm mínútur yfir tíu er röðin komin að brottför WOW air til Tenerife.

Í frétt Túrista er bent á að í þessum þremur þotum eru sæti fyrir um 550 farþega og eru þau nær eingöngu skipuð íslenskum farþegum. 

Á laugardögum flýgur WOW air svo aðra ferð til Tenerife og næstu mánuði verður því hægt að fljúga um þrjú þúsund Íslendingum á mánuði til eyjunnar. Við þetta bætast svo leiguflug og áætlunarflug til Las Palmas á Kanarí. 

Framboð á ferðum til eyjanna tveggja er því mikið um þessar mundir og nærri tvöfalt meira en það var á sama tíma í fyrra.

Þegar mbl heyrði í ferðaskrifstofum í febrúar var allt þegar að verða uppselt til Tenerife um páskana.

Frétt mbl.is: Íslendingar æstir til Kanarí

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK