Daily Mail skoðar kaup á Yahoo

Reksturinn hefur gengið erfiðlega hjá Yahoo.
Reksturinn hefur gengið erfiðlega hjá Yahoo. AFP

Eigandi breska fjölmiðilsins Daily Mail hefur áhuga á að kaupa bandaríska netrisann Yahoo. Viðræður eru á frumstigi. 

Eigandinn sem heitir Daily Mail and General Trust (DMGT) hefur verið að ræða málið við fjárfestingasjóði að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal sem greindi fyrst frá málinu.

Í samtali við BBC bendir talsmaður Daily Mail á góðan árangur DailyMail.com og Elite Daily og segir fyrirtækið hafa átt í viðræðum við nokkra aðra mögulega kaupendur. 

Talið er líklegt að Daily Mail og fjárfestingasjóður muni standa saman að kaupunum ef af þeim verður. Sjóðurinn tekur þá yfir kjarnastarfsemi Yahoo en Daily Mail tekur fjölmiðlaeiningarnar. 

Fjölmiðlastarfsemi Yahoo felur í sér einingarnar Yahoo News, Yahoo Finance, Yahoo Sports og nokkur veftímarit.

Daily Mail hefur frest til 18. apríl til að leggja fram tilboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK