Milljarða gjaldþrot og lítið greitt

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti 41% hlut í Gaumi og var …
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti 41% hlut í Gaumi og var lang­stærsti hlut­haf­inn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gjaldþrotaskiptum hjá félaginu FG-5, sem áður var Gaumur, er lokið. Kröfurnar nema alls tæplega 38,7 milljörðum króna. Stærstu hlut­haf­ar fé­lags­ins voru Baugs­fjöl­skyld­an með um 97% hlut.

Skiptum var lokið hinn 22. mars sl. en félagið var úrskurðað gjaldþrota 18. september 2013.

Samþykktar veðkröfur námu alls 27,8 milljónum króna og þær fengust að fullu greiddar. Upp í restina, almennu kröfurnar, fengust hins vegar aðeins greiddar 14,8 milljónir króna, eða 0,067%.

Stærsta eign Gaums, síðar FG-5 ehf., var 75% hlut­ur í Baugi sem varð gjaldþrota sum­arið 2009. Aðrar eign­ir Gaums voru meðal ann­ars 1988 ehf., Aðföng, B2B ehf., B2B hold­ing, Barney, Baug­ur Group hf., Bón­us, Fjár­fest­inga­fé­lagið Gaum­ur ehf., Gaum­ur hold­ing, Hag­ar, Hag­kaup, Ill­um A/​​S, Stoðir In­vest, Styrk­ur In­vest, Thu Bla­sol og Versl­un­in Útil­íf.

Baugs­fjöl­skyld­an átti 97% í Gaumi og þar af átti Jón Ásgeir Jó­hann­es­son 41% hlut og var lang­stærsti hlut­haf­inn.

Stærstu kröfu­haf­arn­ir eru þrota­bú gamla Lands­banka Íslands, þrota­bú Kaupþings og þrota­bú Baugs, sem all­ir eru álíka stór­ir.

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti 41% hlut í Gaumi og var …
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son átti 41% hlut í Gaumi og var lang­stærsti hlut­haf­inn. mbl.is/Styrmir Kári

Fjölmörg Baugs-félög hafa farið í gjaldþrot á liðnum árum og nýlegasta dæmið er félagið BG Fast­eign­ir ehf. Aðeins fékkst rúm ein millj­ón króna greidd upp í kröf­urn­ar sem hljóðuðu upp á rúma sautján millj­arða. Fé­lagið var í eigu Baugs Group.

Fé­lagið var stofnað árið 2006 og var þá skráð með lög­heim­ili að Túngötu 6, í fyrr­um höfuðstöðvum Baugs. Þegar Baug­ur Group var tek­inn til gjaldþrota­skipta í mars 2009 skiptu hluta­fé­lög með lög­heim­ili á sama stað tug­um. Í öll­um til­fell­um voru þessi fé­lög að öllu eða mestu leyti í beinni eigu Baugs Group.

Frétt mbl.is: 17 milljarða gjaldþrot Baugs-félags

Baugur Group
Baugur Group mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK