Líkur á fríverslunarsamningi að fjara út

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. RONNY HARTMANN

Möguleiki til að komast að samkomulagi um fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er að fjara út. Þetta segir Matthias Fekl, ráðherra erlendra viðskipta í Frakklandi. 

Var hann spurður um möguleikann á því að slíkt samkomulag myndi nást áður en kjörtímabil Barack Obama, Bandaríkjaforseta, lýkur. 

Samningurinn sem kallast TTIP (e. The Trans-Atlantic Trade and Investment Partnership) hefur verið mjög umdeildur í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, þar sem gagnrýnendur hafa sagt hann geta haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Þá hefur leyndin í kringum viðræðurnar einnig verið gagnrýnd mikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK