Húsleit hjá Google

Lögreglubíll við höfuðstöðvar Google í Frakklandi í morgun.
Lögreglubíll við höfuðstöðvar Google í Frakklandi í morgun. AFP

Um eitt hundrað starfsmenn skattyfirvalda gerðu húsleit í höfuðstöðvum Google í París í Frakklandi í morgun. Google hefur verið sakað um að skulda 1,6 milljarða evra, eða 224 milljarða íslenskra króna, í skatta í Frakklandi.

Lögreglan hefur staðfest aðgerðirnar en ekki tjáð sig frekar um málið. 

Stormur hefur geisað um nokkur alþjóðleg stórfyrirtæki á síðustu misserum vegna skattamála þeirra þar sem uppbyggingu virðist einungis hagað í kringum skattahagræði. Í tilfelli Google er stór hluti skatta greiddur á Írlandi þar sem umhverfið er fyrirtækjum afar hagstætt þrátt fyrir að sölutekjur séu upprunnar annars staðar. 

Í janúar sl. náði Google samkomulagi við bresk skattayfirvöld um að greiða 130 milljónir punda vegna vangoldinna skatta frá árinu 2005. Samkomulagið hefur þó verið harðlega gagnrýnt og þykir mörgum það vera Google ákaflega hagfellt.

Samkeppnisyfirvöld í Evrópu hafa verið að skoða hvort ólögleg ríkisaðstoð felist í samkomulögum sem nokkur ríki hafa gert við stórfyrirtæki á borð við Google.

Frétt BBC.

Frétt mbl.is: Þekkir ekki eigin laun

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK