Adrenalínið flæðir eftir vinnu

„Þetta er svona adrenalínfíkn, að gefa inn og stökkva. Bara allt við þetta,“ segir Björn Hilmarsson, rafvirki hjá Norðuráli, sem nýtir hvert tækifæri utan vinnutíma til að stunda mótorkross. Sportið er erfitt og ekki áhættulaust eins og Björn reyndi þegar hann fór úr axlarlið í keppni.

Við heilsum upp á Björn í þætti vikunnar af Fagfólkinu og kíkjum í vinnuna í Norðuráli sem er stærsti vinnustaður á Vesturlandi. Þar er hann liðsstjóri rafvirkja en hann er menntaður rafvirki og vélstjóri. Mikilvægt er að straumur fari ekki af álverinu og það tekur einungis fjórar klukkustundir fyrir álið að frjósa í kerjunum gerist það. Ábyrgð þeirra sem hafa umsjón með háspennustraumi í álverinu er því mikil.

Fagfólkið er samstarfsverkefni mbl.is og Samtaka iðnaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK