Egóistarnir oft rassskelltir á æfingum

Það kemur gjarnan fyrir að menn komi á jiu-jitsu-æfingar sem ætla að tuska alla til en eru svo rassskelltir að sögn Henrys Reynissonar bakara sem æfir íþróttina af miklu kappi. Íþróttin er afar tæknileg að hans sögn en rætt er við Henry í þætti vikunnar af Fagfólkinu.

„Ég held að maður sé áhugasamari í dag en þegar ég byrjaði þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Henry Þór Reynisson, bakari og höfundurinn að köku ársins í ár, um bakarastarfið. Hann hefur unnið í bakaríi föður síns frá þrettán ára aldri eða í 22 ár og hann segir mikilvægt að fylgjast með því sem er að gerast í faginu. „Í dag eru súrdeigsbrauðin inni og það eru miklar pælingar í gangi í kringum þau. Svo er tískan alltaf að breytast í tertunum, nú eru sykurmassatertur að detta út og aðrar að koma í staðinn.“ 

Þegar vinnudegi lýkur fer Henry gjarnan á æfingu í jiu-jitsu sem henn hefur iðkað um árabil. „Það sem heillaði mig er að þetta er svo tæknilegt. Þetta er eins og skák í raun og veru.“ Þá sé félagsskapurinn mikilvægur en hann æfir með GracieIceland þar sem hópurinn sé samheldinn þó að vel sé tekið á móti nýjum félögum.      

Fagfólkið er samstarfsverkefni mbl.is og SI.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK