Leigir flugvél til Frakklands

Grétar hefur tryggt sér leiguvél frá Luxair fyrir 180 manns.
Grétar hefur tryggt sér leiguvél frá Luxair fyrir 180 manns. Samsett mynd

Grétar Sigfinnur Sigurðsson hefur tryggt sér leiguflugvél fyrir 180 manna hóp til Nice. Um 150 hafa sýnt farinu áhuga og hafa um 100 beðið hann um að taka frá sæti. Einungis verður farið með fulla vél til að halda verðinu viðráðanlegu. Takist að fylla vélina kostar farið 129.900 krónur á mann.

Einungis er um dagsferð að ræða, farið verður snemma morguns á mánudag og komið aftur heim um kvöldið eftir leikinn.

Um er að ræða leiguflugvél á vegum Luxair frá Lúxemborg en allt er þetta gert í gegnum norska ferðaskrifstofu. Grétar greindi frá áformunum á Facebook í gærkvöldi og hafa undirtektirnar verið góðar líkt og áður segir.

Gerir ráð fyrir að þetta takist

„Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta takist,“ segir hann. Grétar segir málið þó flækjast aðeins í miðakaupum. „Ég er náttúrulega ekki að bjóða upp á miðana og miðasalan var núna að hefjast þannig það kemur líklega í ljós um tvöleytið hversu margir geta farið.“

Aðspurður segist Grétar hafa fengið hugmyndina um síðustu helgi og í kjölfarið ákveðið að senda fyrirspurn á tengiliði sína frá fyrri verkefnum. „Mér bara datt þetta í hug vegna þess að ég vissi að það myndi allt fyllast hjá WOW og Icelandair.“

Leigan á vélinni nemur um 23 milljónum króna samkvæmt verðinu á hverjum farmiða í fullri vél. Grétar segir farmiðann vissulega nokkuð dýran og þess vegna sé einmitt mikilvægt að fylla vélina. 

Grétar tekur fram að hann sé ekki að reyna stíga á tærnar á öðrum flugfélögum heldur sé hann einungis að fjölga valkostunum til að koma sem flestum á völlinn.

Grétar er mörgum fótboltaunnendum kunnugur en hann var varnarmaður hjá KR um árabil og leikur nú fyrir Stjörnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK