Lánshæfi Bretlands lækkað

Brexit hefur áhrif á lánshæfiseinkunn Bretlands.
Brexit hefur áhrif á lánshæfiseinkunn Bretlands. AFP

Standard & Poor’s hefur lækkað lánshæfi Bretlands niður um tvær gráður, eða heilan bókstaf, úr AAA niður í AA. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar breskra kjósenda um að ganga úr Evrópusambandinu. 

Moody's hefur einnig breytt horf­um vegna láns­hæf­is Bret­lands í nei­kvæðar.

Frétt mbl.is: Breytir breskum horfum í neikvæðar

Í ákvörðun S&P segir að þessi útkoma í atkvæðagreiðslunni muni leiða til ófyrirsjáanleika og óstöðugrar og áhrifaminni ríkisstefnu. 

Í tilkynningu S&P kemur einnig fram að matsfyrirtækið hafi áhyggjur af því að munurinn á niðurstöðum í Skotlandi og Norður-Írlandi, þar sem flestir vildu vera áfram innan ESB, muni reynast landinu í heild erfiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK