Lagarde ákærð vegna meintrar vanrækslu

Christine Lagarde hefur verið ákærð í málinu.
Christine Lagarde hefur verið ákærð í málinu. AFP

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, hefur verið ákærð fyrir meinta vanrækslu í tengslum við 400 milljóna evra greiðslu til kaupsýslumannsins Bernard Tapie. 

Sjá frétt mbl.is: Framkvæmdastjóri AGS fyrir rétt

Lagarde hefur áður mætt fyrir rétt í Frakklandi vegna málsins en franskur dómstóll hefur nú slegið því föstu að aðalmeðferð í máli hennar mun fara fram. 

Lagarde var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Nicolas Sarkozys á þeim tíma þegar Tapie hlaut bætur vegna sölu á fyrirtækinu Adidas árið 1993. Greiðslan var framkvæmd árið 2008. 

Sjá frétt mbl.is: Framkvæmdastjóri AGS til rannsóknar

Rannsókn á málinu hófst árið 2014. Var talið að upphæð greiðslunnar og framkvæmd hennar hafi verið ákveðin með hliðsjón af því að Tapie var einn helsti styrktaraðili framboðs Sarkozys í forsetakosningunum árið 2007. 

Lagarde hefur alltaf neitað því að hafa sýnt af sér vanrækslu í tengslum við málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK