Mikill samdráttur í Norður-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-kóreska hagkerfið dróst saman um 1,1% í fyrra. Hefur samdrátturinn ekki verið meiri í átta ár og munar þar mestu um lækkanir á heimsmarkaðsverði á kolum og járngrýti.

Til samanburður mældist 1,0% hagvöxtur í þessu einangraða ríki árið 2014, samkvæmt mati seðlabanka Suður-Kóreu.

Bankinn hefur birt upplýsingar um norður-kóreska hagkerfið á hverju ári frá árinu 1991. Norður-kóresk stjórnvöld gefa ekki út slíkar upplýsingar.

Stjórnmálaskýrendur telja að verri efnahagsstaða landsins gæti sett þrýsting á Kim Jong Un, leiðtoga landsins. Vesturlönd hafa sett viðskiptaþvinganir á Norður-Kóreu vegna framferðis stjórnvalda landsins, svo sem eldflaugatilrauna og kjarnorkuógnunar.

Kína er helsta viðskiptaland Norður-Kóreu en þó hefur eftirspurn Kínverja eftir helstu framleiðsluvörum landsins dregist saman. Útflutningur Norður-Kóreu dróst saman um 14,8% í fyrra.

Innflutningur dróst einnig saman, um 20%, samanborið við 7,8% aukningu árið 2014.

Þó er talið að umsvif byggingar- og þjónustugeirans í Norður-Kóreu hafi vaxið í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK