Fjármálaútrás hafin á ný

Skrifstofa GAMMA í London
Skrifstofa GAMMA í London Ljósmynd GAMMA

Breska fjármálaeftirlitið veitti GAMMA Capital Management Limited sjálfstætt starfsleyfi til að veita fjármálaþjónustu í Bretlandi síðastliðinn föstudag.

„Með þessu skrefi verður GAMMA í enn betri stöðu en áður til að veita viðskiptavinum sínum öfluga þjónustu á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars þegar kemur að erlendum verkefnum, fjárfestingum, fjármögnun og greiningavinnu,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri fyrirtækisins. Með leyfinu verður GAMMA fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. Áður hafði GAMMA sinnt starfsemi í London í rúmt ár á grundvelli íslensks starfsleyfis, en GAMMA varð á síðasta ári fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til þess að hefja starfsemi í London í kjölfar tilkynningar um fyrirhugað afnám hafta.

Einnig rekur GAMMA fjárfestingarsjóðinn Total Return Fund, sem hefur heimildir til að fjárfesta erlendis. „Þær heimildir verða nýttar þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt,“ segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK