Hert á eftirliti vegna gjaldeyrisviðskipta

Starfsmenn Seðlabanka Íslands eru 178, þar af eru tuttugu sem …
Starfsmenn Seðlabanka Íslands eru 178, þar af eru tuttugu sem starfa við gjaldeyriseftirlit. mbl.is/Golli

„Í heild lýsi ég ánægju með að þetta skref sé stigið nú. Þetta er góður tímapunktur til að hefja afléttingu hafta því allar aðstæður í hagkerfinu með tilliti til gjaldeyrisinnstreymis og gjaldeyrisforða eru áskjósanlegar til þess,“ segir Valdimar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur, framkvæmdastjóri hjá Gamma.

„Hins vegar má benda á að með frumvarpinu eru Seðlabankanum fengnar frekari heimildir til upplýsingaöflunar vegna gjaldeyrisviðskipta og virðist sem svo að samhliða afléttingu hafta eigi að herða allt eftirlit.“

Auknar eftirlitsheimildir

Í frumvarpi um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, sem Valdimar vísar til, segir meðal annars að skylt sé, að viðlögðum dagsektum, að veita Seðlabankanum allar upplýsingar og gögn er varða gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa, sem hann óskar eftir til að sinna nauðsynlegu eftirliti. Jafnframt kemur fram í frumvarpinu að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldu til að veita upplýsingar og veita bankanum aðgang að gögnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum starfa 20 manns að gjaldeyriseftirliti á hans vegum. Þá kemur fram í athugasemdum með frumvarpinu sem vísað er til að á árinu 2015 hafi beinn kostnaður við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans verið 265 milljónir króna. Verkefni eftirlitsins eru reyndar fleiri, en í ársskýrslu Seðlabankans kemur fram að eftirlitið taki þátt í endurskoðun reglna, birtingu leiðbeininga og túlkun þeirra. Þá hafi eftirlitið einnig heimild til að hefja rannsókn vegna ætlaðra brota á lögunum um gjaldeyrismál, að því er fram kemur í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK