Speedo losar sig við Lochte

Ryan Lochte hefur beðið brasilísku þjóðina afsökunar.
Ryan Lochte hefur beðið brasilísku þjóðina afsökunar. AFP

Sundfataframleiðandinn Speedo hefur rift styrktarsamningi sínum við sundkappann Ryan Lochte eftir að hann skáldaði upp sögu um að hann og þrír félagar hans í bandaríska sundliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro hefðu verið rændir á meðan á leikunum stóð.

Í yfirlýsingu Speedo kemur fram að fyrirtækið hafi styrkt Lochte í rúman áratug og að hann hafi verið „mikilvægur meðlimur í Speedo-liðinu“.

Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki geta látið hegðun Lochte viðgangast þar sem hún stangist á við gildi Speedo. „Við kunnum að meta afrek hans og vonum að hann komist í gegnum þetta og læri af upplifun sinni.“

Lochte og þrír liðsfélagar hans héldu því fram að þeir hefðu verið rændir af vopnuðum mönnum eftir að þeir fóru í veislu í tengslum við Ólympíuleikana síðustu helgi. Fljótlega kom þó í ljós að mennirnir voru að ljúga og höfðu í raun gert skemmdarverk á bensínstöð og haft þvaglát á húsið. Að sögn yfirvalda í Brasilíu átti ekkert rán sér stað.

Lochte baðst afsökunar með yfirlýsingu á föstudaginn þar sem hann sagðist hafa átt að vera „varkárari og heiðarlegri“ frá upphafi. Sagðist hann jafnframt hafa ýkt hvað gerðist.

Speedo greindi jafnframt frá því að framleiðandinn myndi gefa 50.000 Bandaríkjadali af þeim fjármunum sem eyða átti í Lochte til góðgerðamála í Brasilíu.

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK