Byrjaði í íshokkí 34 ára gömul

Lífefnafræðingurinn Arna Rúnarsdóttir byrjaði að æfa íshokkí með Skautafélagi Reykjavíkur þegar hún sneri heim úr námi. Hún segir íþróttina vera hraða og skemmtilega enda eru flestir í fjölskyldunni komnir með bakteríuna. Hún segir það algengt að fólk haldi að íshokkíleikmenn séu ofbeldishneigðir. 

Arna starfar hjá Orf líftækni þar sem hún sér um að hreinsa prótein úr byggi. Hún dregur ekkert úr því að ferlið sé flókið og krefjandi en fyrirtækið notar afraksturinn í snyrtivörur sem það framleiðir og selur til notkunar í heilbrigðisiðnaðinum.

„Þetta er mjög flókið og það er það skemmtilega við þetta starf. Að þetta er ekki auðvelt.“ Hún segir vinnuna geta gengið erfiðlega, ferlið sé þannig að það þurfi að vinna ansi stíft í lotum sem geti tekið nokkra daga. „Svo kemur maður að endapunktinum og ef heimturnar eru góðar og hreinleikinn er fínn þá einhvernveginn er maður svo glaður að maður gleymir allri vikunni.“

Arna hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK