Gengisstyrking ekki enn haft áhrif

Erlendir ferðamenn sleiktu vorsólina á Austurvelli. Þrátt fyrir styrkingu krónunnar …
Erlendir ferðamenn sleiktu vorsólina á Austurvelli. Þrátt fyrir styrkingu krónunnar undanfarið höfum við ekki séð það hafa áhrif á komu ferðamanna eða neyslu þeirra. Það gæti þó breyst. Ófeigur Lýðsson

Þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart evru og flestum gjaldmiðlum landa þaðan sem erlendir ferðamenn koma til Íslands hefur gengisstyrkingin ekki haft sýnileg áhrif á komu ferðamannanna á heildina litið. Reyndar hefur ferðamönnum frá Noregi og Rússlandi fækkað á þessu ári, en í báðum löndunum hefur verið niðursveifla. Þetta vekur upp áhyggjur um áhrif Brexit á komu breskra ferðamanna til Íslands, en þeir eru næst fjölmennasti hópurinn sem hingað kemur.

Rætt var um þessi mál á kynningarfundi fyrir ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka fyrr í dag. Starfsmenn deildarinnar sögðu að þrátt fyrir styrkingu krónunnar hafi áhrifin ekki komið fram hér á landi. Réttar væri reyndar að segja að þau væru ekki sýnileg, þar sem aukið flugframboð til landsins hafi kaffært samdráttaráhrifin.

Var vísað í alþjóðlega rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem benti til þess að í tilfellum eyríkja skipti flugframboð höfuðmáli meðan gengisáhrifin vega minna. Bent var á að þó gæti frekari styrking krónunnar byrjað að hafa áhrif þegar horft væri til lengra tímabils.

Þá hefðu gengisbreytingar áhrif á neyslu ferðamanna, enda væri viðmið fólks venjulega gjaldmiðillinn heima fyrir og hversu mikið væri hægt að kaupa fyrir hann þegar það ferðaðist. Þannig hefði kortavelta Rússa og Norðmann lækkað frá ágúst árið 2015 til júlí 2016 miðað við sama tímabil árin 2013-14. Gengisþróun þessara landa gagnvart íslensku krónunni væri óhagstæð, en hjá löndum eins og Bandaríkjunum þar sem dalurinn hefði styrkst um 9% hefði kortaveltan aukist.

Hjá flestum Evrópulöndum er kortaveltan á svipuðu reiki, þrátt fyrir að evran hafi lækkað um 11%. Það virðast því vera einhver vikmörk, en í tilfelli Noregs og Rússlands lækkaði gengi norsku krónunnar um 22% og rúblunnar um 45%.

Gengi breska pundsins lækkaði talsvert eftir Brexit kosninguna. Á fundinum kom fram að þó að ekki hefðu enn komið fram áhrif af því hér á landi gæti fólk ekki látið sér bregða að við myndum sjá þau á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK