VW fækkar starfsmönnum um 30 þúsund

AFP

Störfum hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen verður fækkað um 30 þúsund fyrir árið 2020 en fækkun starfa er liður í viðamikilli endurskipulagningu rekstrar. Þetta kemur fram í frétt Handelsblatt í dag.

Rekstur VW stendur höllum fæti eftir að fyrirtækið varð uppvíst að svindli varðandi útblástur frá bifreiðum sem fyrirtækið framleiðir. Var settur upp búnaður í bílunum sem gerir það að verkum að mengun frá þeim mælist minni en hún er í raun og veru.

Áætlað er að spara 3,7 milljarða evra á ári en flestir þeirra sem missa vinnuna starfa í Þýskalandi. Ekki verður um beinar uppsagnir að ræða en ekki verður ráðið í þau störf sem losna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK