2,7% atvinnuleysi

Sáralítið atvinnuleysi mælist á Íslandi.
Sáralítið atvinnuleysi mælist á Íslandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Atvinnuleysi mælist 2,7% á Íslandi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 197.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í október 2016, sem jafngildir 82,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 192.200 starfandi og 5.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,7%.

Samanburður mælinga fyrir október 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 1,7 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 12.900 og hlutfallið af mannfjölda hækkaði um 2,6 stig. Atvinnulausum fækkaði um 1.700 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,7 prósentustig.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 2,9% í október

„Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða vegna árstíðabundinna þátta. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 199.600 í október 2016 sem jafngildir 83,2% atvinnuþátttöku, sem er 0,8 prósentustigum lægra en í september.

Fjöldi atvinnulausra í október var samkvæmt árstíðaleiðréttingunni 5.800 sem er fækkun um 600 manns frá því í september. Hlutfall atvinnulausra lækkaði því á milli september og október, úr 3,2% í 2,9%.

Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í október 2016 var 80,8%, sem er 0,4 stigum lægra en í september. Þegar horft er til síðust sex mánaða þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuleysi stendur nánast í stað, en á síðustu tólf mánuðum hefur það lækkað um 0,6 prósentustig. Hlutfall starfandi síðustu sex mánuði hefur aftur á móti aukist um 0,5 stig og um 1,4 stig síðustu tólf mánuði,“ segir í frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK